Eftir að nýji hlaup.is var gangsettur tóku glöggir hlauparar eftir því að spjallþræðir hlaup.is voru ekki dagsetninga- og tímastimplaðir. Þetta veldur óþægindum því ekki er hægt að sjá hvar nýtt innlegg á spjallþráðum er eins og á gamla hlaup.is, nema í gegnum forsíðuna, þar sem einungis 4 nýjustu þræðir sjást.
Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og nú er hægt að sjá tímasetningu á síðasta innleggi á spjallþræðina. Vonandi setur þetta notkunina í fyrra horf, en greinilegt var að fjöldi innleggja á spjallþræðina hafði dalað. Ef þið viljið bæta við nýjum flokkum eða koma með tillögu að breyttri uppsetningu, þá sendið póst á mig, torfi@hlaup.is.