Fjöldi hlaupara hljóp Súlu Vertical leiðina sem æfingahlaup

uppfært 22. ágúst 2020

Hlaup.is fór til Akureyrar til að fylgjast með Súlur Vertical hlaupinu, en vegna skyndilegra breytinga á reglum sóttvarnayfirvalda þurfti að hætta við hlaupið með mjög stuttum fyrirvara. Hlaupahópurinn UFA-Eyrarskokk sér um undirbúning hlaupsins og við heyrðum í fulltrúa undirbúningsnefndarinnar Gunnari Atla Fríðusyni, þar sem hann sagði okkur frá hlaupinu sem átti að vera í dag og í baksýn má einmitt sjá Súlu toppinn.

Friðrik Ármann Guðmundsson ætlaði að hlaupa Súlur Vertical í dag, en þurfti frá að hverfa þar sem kepnnishlaupinu var frestað. Hann lét það ekki stoppa sig og við hittum hann á toppi Súlna í æfingahlaupi og heyrðum hvað honum fannst um Súlu leiðina.

Hreiðar Júlíusson var einn af þeim sem ætlaði að hlaupa Súlur Vertical hlaupið sem keppnishlaup, en vegna frestunar hlaupsins var hann einn af fjölmörgum hlaupurum sem fór brautina sem æfingahlaup.