FÍ Fjallahlaup

Reykjavík

FÍ Fjallahlaup er æfingaverkefni sem stendur í rúma níu mánuði, frá október fram í miðjan júlí og hefur það markmið að koma þátttakendum í gott fjallahlaupaform og gera þá tilbúna til að takast á við Laugavegshlaupið 17. júlí 2021. Þetta verkefni er einnig opið fyrir þá sem vilja frekar stefna á önnur fjallahlaupaverkefni.

Æft er saman á mánudögum eða miðvikudögum og 1-2 laugardaga í mánuði, auk þess að fara í æfingaferðir og taka saman þátt í utanvegahlaupum vítt og breytt um landið.

Umsjón: Kjartan Long í samstarfi við Greenfit. Nánari upplýsingar á heimasíðu FÍ Fjallahlaupa.

Uppfært 23.9.2020