Almennt götu- og utanvegahlaupanámskeið Sigga P. og hlaup.is

Götu- og utanvegahlaupanámskeið

Hlaup.is og Siggi P. bjóða upp á 3 mánaða námskeið í götu- og utanvegahlaupum. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir hlaup sumarsins hvort sem það er götuhlaup eða utanvegahlaup. Fyrir götuhlaupara er horft til undirbúnings fyrir allt frá 5 km hlaupi upp í maraþon og verður persónuleg æfingaáætlun útbúin fyrir viðkomandi hlaupara 4-5 vikur í senn. Fyrir utanvegahlaupara er miðað við að námskeiðið skili þátttöku í að minnsta kosti einu af ITRA utanvegahlaupum sumarsins og að viðkomandi nái Laugavegslágmarkinu sem 370 ITRA stig en það gerir honum kleift að sækja um aðgang að Laugavegshlaupinu 2024.

Hefst: 11. desember 2022


Lýkur 11. mars 2023

Hlaup.is og Siggi P. bjóða upp á 3 mánaða námskeið í götu- og utanvegahlaupum. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir hlaup sumarsins hvort sem það er götuhlaup eða utanvegahlaup.

Fyrir götuhlaupara er horft til undirbúnings fyrir allt frá 5 km hlaupi upp í maraþon og verður persónuleg æfingaáætlun útbúin fyrir viðkomandi hlaupara 4-5 vikur í senn.

Fyrir utanvegahlaupara er miðað við að námskeiðið skili þátttöku í að minnsta kosti einu af ITRA utanvegahlaupum sumarsins og að viðkomandi nái Laugavegslágmarkinu sem 370 ITRA stig en það gerir honum kleift að sækja um aðgang að Laugavegshlaupinu 2024.

Eftirfarandi hlaup hafa hlotið viðurkenningu sem ITRA hlaup: Austur Ultra, Dyrfjallahlaupið, Eldslóðin, Fimmvörðuhálshlaupið, Hengill Ultra, Hólmsheiðarhlaupið, Hvítasunnuhlaupið, Mt. Esja Ultra, Mýrdalshlaupið, Pósthlaupið, Súlur Vertical, Tindahlaupið, Trékyllisheiðarhlaupið, Þorvaldsdalsskokkið.

Námskeiðið hentar líka fyrir þá sem ætla að taka þátt í öðrum en ofangreindum hlaupum þannig að ef ekki er verið að huga að lágmarki fyrir Laugavegshlaupið 2024, þá er hægt að stilla undirbúning af miðað við önnur utanvegahlaup en þau sem eru ITRA vottuð.

Námskeiðið er 3 mánuðir en ekkert er því til fyrirstöðu að lengja þann tíma að námskeiðinu loknu. Sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið hefst svo í byrjun mars, sjá nánari upplýsingar um það hér á hlaup.is.

Gestaþjálfarar munu koma og vera með æfingar annað slagið.

Námskeiðið hefst sunnudaginn 11. desember (hægt er að byrja seinna ef það hentar betur) og verður samæfing innanhúss í FH-höllinni í Kaplakrika einu sinni í viku á sunnudögum kl. 10:30. Á samæfingunum verður áhersla lögð á liðleika- og styrktaræfingar, hlaupastílsæfingar svo og hraðaúthaldsþjálfun þannig að hlauparar verða vel í stakk búnir til að takast á við æfingaálag sem fylgir undirbúningi fyrir keppnishlaup hvort sem það er götuhlaup eða utanvegahlaup ánæsta ári (2023).

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri og af mismunandi getustigum og munu allir þátttakendur fá persónulega æfingaáætlun 4-5 vikur í senn sem mun taka mið af getu og markmiðum hvers og eins.

Skráning á götu- og utanvegahlaupanámskeið 2023.

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi:

  • Persónuleg áætlun allan tímann, en til 4-5 vikna í senn, sem tekur mið af markmiðum, fyrri hlaupareynslu, meiðslum, núverandi stöðu og fleiru.
  • Farið verður sérstaklega í styrktaræfingar sem nýtast fyrir bæði götu- og utanvegahlaup.
  • Á námskeiðinu verður ein samæfing á sunnudögum í FH-höllinni í Kaplakrika en aðrar æfingar sem stillt er upp í æfingaáætlun eru á eigin spýtur.
  • Fyrirlestur þar sem farið verður yfir alla þætti í undirbúningi, æfingarnar, útbúnað og fleira.
  • Aðgangur að þjálfurunum allan tímann í tölvupósti og/eða í síma.
  • Farið yfir ýmsa þjálffræðilega þætti og frekari undirbúning á æfingum.
  • 50% afsláttur af hlaupanámskeiðum hlaup.is

Gjald fyrir 3 mánaða námskeið er 29.900 kr.

Vinsamlegast greiðið námskeiðsgjaldið þegar þið skráið ykkur á námskeiðið, inn á reikning 544-26-35333, kt. 280257-3549. Þátttakendur á landsbyggðinni, sem ekki eiga möguleika á að sækja sameiginlegar æfingar, fá 20% afslátt.

Vinsamlegast hafið samband við Torfa H. Leifsson, torfi@hlaup.is, sími 845-1600 eða Sigurð P. Sigmundsson, siggip@hlaup.is, sími 864-6766, ef þið hafið spurningar. Skráið ykkur með því að smella á eftirfarandi tengil:

Skráning á götu- og utanvegahlaupanámskeið 2023.