Styrktarnámskeið fyrir hlaupara

Sjúkraþjálfun Reykjavíkur heldur námskeið fyrir hlaupara í styrktar-, stöðugleika- og liðleikaþjálfun sem sérhæfð er fyrir langhlaupara og hefur verið þróuð af Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 2. september 2020

Hefst: 3. janúar 2021


Lýkur 31. maí 2021

Námskeið á vormisseri 2021 hefjast í byrjun janúar. Meðan sóttvarnarreglur krefjast er kennt í gegnum Zoom. Frá 8. febrúar er hægt að koma í tíma en hámarksfjöldi er 20 manns.

Hægt er að vera 1 x í viku eða 2 x í viku. Tímar eru á mánudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum kl. 7:30-8:30. Einnig er boðið upp á tíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20 - 18:20.

Námskeiðin standa yfir í 14 vikur.

Styrktar- og liðleikaþjálfunin eykur líkamsstyrk hlaupara, bætir hlaupalag og er ein leið til að koma í veg fyrir álagsmeiðsli og er því ein leið til að bæta hlaupatíma. Umsjón með námskeiðunum hafa Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og Hildigunnur Hilmarsdóttir íþróttakennari sem er sérfræðingur í mjólkursýrumælingum og mati á líkamlegri afkastagetu.

Verð fyrir námskeiðið er 27 þúsund krónur á önn miðað við 1 x í viku og 47 þúsund miðað við 2 x í viku. Nánari upplýsingar og skráning hjá gauti@srg.is.

Námskeiðin eru haldin í nýjum húsakynnum Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur að Fiskislóð 1 (Húsi Ellingsen), 2. hæð.

Gauti&Hiddasamanb
Gauti og Hildigunnur
Styrktar - og mjólkursýrumælingar fyrir hlaupara

Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hefur boðið upp á mjólkursýrumælingar, kraftmælingar og hlaupagreiningar fyrir langhlaupara undanfarin ár til að þeir geti fylgst með líkamsástandi sínu og gert áætlanir um þjálfun sína. Mælingar þessar eru ein af forsendum þess að hlauparar viti hvar þeir standa og einnig mikilvæg leið til að koma í veg fyrir meiðsli sem hrjá marga hlaupara.

Einnig hafa sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur meðhöndlað hundruð langhlaupara sem hafa lent í álagsmeiðslum, ofþjálfun og áverkum tengdum hlaupaþjálfun.