America to Europe Ultra er spennandi valkostur fyrir utanvegahlaupara, skemmtiskokkara og náttúruunnendur og auðvitað alla sem langar í 100 km eða 100 mílur (160 km). Sömu vegalengdir og 2020 með góðum breytingum.
3N heldur áfram með þennan skemmtilega viðburð sem ætlaður er að gera Reykjanesinu og Suðurnesjum hærra undir höfði hjá hlaupurum og náttúruunnendum. Reykjanesið er falinn fjársjóður sem allt of margir útlendingar sem innlendir aka framhjá án þess að átta sig á ótal gimsteinum þarna.
Vegalengdir
10 km, 30 km, 50 km, 100 km og 160 km (100 mílur)
Virkilega flottar og skemmtilegar leiðir, farið um bæi Suðurnesja, hlaupið á utanvegastígum, fjallvegi, strandir, hraun, útsýni, lítil hækkun og sumarbirta allan tímann. Draumur margra að fara 100 mílur eða 100 km án þess að óttast myrkur, mikla hækkun eða lækkun. Þetta er viðburðurinn og í leiðinni er stokkið milli heimsálfa yfir brúna frá Ameríku flekanum yfir á Evrópu flekann.

Tímasetning
Taktu daginn frá. Öll hlaupin hefjast laugardaginn 3.júlí. Hlaupaveisla, gleði og gaman sem þú vilt ekki missa af!
Skráningargjöld
Vegalengd/Verð | til 31. des | til 1. mars | til 1. maí | til 3. júlí |
160 km | 19.900 | 24.900 | 26.900 | 29.900 |
100 km | 15.900 | 20.900 | 22.900 | 24.900 |
50 km | 10.900 | 15.900 | 17.900 | 19.900 |
30 km | 5.900 | 6.900 | 7.900 | 9.900 |
10 km | 3.200 | 3.900 | 4.200 | 4.900 |
Nánari upplýsingar veitir Svanur Már hjá 3N: svanur4315@gmail.com