Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km
  • Dagsetning6. júlí 2022
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup og fer fram miðvikudaginn 6. júlí. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma.

Hlaupaleið

Ræst er í Skarfagörðum. Þaðan er hlaupið um Klettagarða, inn Korngarða aftur að Skarðagörðum. Þaðan er haldið á göngustíg sem liggur upp Lauganesið að Sæbraut og hlaupið á göngustíg að Hörpu. Þar er snúið við og hlaupið á hjólastíg til baka aftur. Sama leið er hlaupin frá Laugarnesi og niður í Skarfagarða þar sem endamarkið stendur við verslun Icewear. Brautin er bein, hröð og afar flöt.

Nánari upplýsingar á vefsíðu hlaupsins.

Skipuleggjendur

Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Frjálsíþróttadeild Ármanns
kt. 491283-0339 
Engjavegi 7
104 Reykjavík
Símanúmer: +354 863 9980 (Örvar Ólafsson)
orvar@frjalsar.is