Þátttökugjald

  • 4x4 km - Konulið14.000 kr
  • 4x4 km - Karlalið14.000 kr
  • 4x4 km - Blandað kvenna/karlalið14.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir4 km
  • Dagsetning30. júní 2022

Boðhlaup BYKO er byggt á danskri fyrirmynd en þar er samskonar hlaup stærsti almenningsíþróttaviðburður í heimi þar sem yfir tvöhundruð þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks. BYKO er lykilstuðningsaðili boðhlaupsins sem mun stimpla Kópavog inn sem einn af hlaupabæjum Íslands.
Hlaupið fer fram í Kópavogsdal við Fífuna. Lögð er áhersla gleði, liðsvinnu og hlaupaánægju.

Tónlist, gleði og veitingar verða á meðan og eftir hlaupið

Boðhlaupið er viðburður fyrir fyrirtæki, samtök og vini sem vilja gera sér glaðan dag saman. Áhersla er lögð á gleði, vinskap, liðsvinnu og hlaupaánægju. Hlaupaleiðin er þægileg á fótinn og hringurinn 4 km langur þannig að allir geta tekið þátt. Rás- og endamark eru staðsett á sama stað sem myndar skemmtilegt andrúmsloft þar sem hægt er að hvetja liðið sitt áfram og njóta samverustundar með samstarfsfélögum og vinum.

Taktu daginn frá og vertu með í einum skemmtilegasta hlaupa- og hreyfiviðburði ársins í Kópavogsdal fimmtudaginn 30. júní.

Tímasetningar og staðsetning

Hlaupið fer fram við Kópavogsvöll og allt nánasta umhverfi Blikasvæðisins verður miðpunktur Boðhlaups BYKO.

Vegalengd

Boðhlaupið fer þannig fram að hver liðsmaður hleypur 4 km hring, þ.e. allir í liðinu hlaup 4 km hvor fyrir sig en aðeins einn í einu. Þátttakendur hlaupa með boðhlaupskefli sem þarf að afhenda næsta hlaupara áður en hann leggur af stað sína 4 km. Hlaupaleiðin er falleg og þægileg á fótinn sem ætti að henta öllum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt.

Rás- og endamark í boðhlaupinu eru staðsett við Fífuna og er staðsetning þeirra á sama stað sem myndar skemmtilegt andrúmsloft þar sem hægt er að hvetja liðið sitt áfram og njóta samverustundar með samstarfsfélögum og vinum. Þrír flokkar eru í boði, flokkur karla, flokkur kvenna og blandaður flokkur.

  • 4x4 km karlaflokkur 14.000 kr (fjórir karla)
  • 4x4 km konuflokkur 14.000 kr (fjórar konur)
  • 4x4 km blandaður flokkur 14.000 kr (tvær konur og tveir karlar)

Skráning og þátttökugjöld

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá hér efst á síðunni. Skráningu lýkur þriðjudaginn 28. júní. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum. Þátttökugjald er 14.000 kr. á lið en fjórir hlauparar eru saman í liði.

Aðeins einn hlaupari er skráður fyrir liðinu og skráir hann sig sem fyrirliða liðsins og greiðir gjaldið.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir besta árangur liðs í karla-, kvenna- og blönduðum flokki. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu stuðningssveitina og besta stemningsliðið.

Þjónusta

Tónlist, gleði og veitingar verða við Fífuna á meðan og eftir hlaup.

Skipuleggjandi og framkvæmdaraðili

Boðhlaup BYKO er skipulagt af Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK) en sambandið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Markmið UMSK er að byggja upp skemmtilegan viðburð fyrir fyrirtæki landsins þar sem aðaláherslan er á hreyfingu og að fyrirtæki geti gert sér dagamun í sameiningu.

Framkvæmdastjóri UMSK: Valdimar Gunnarsson
Netfang: umsk@umsk.is
Sími: 514 4090 / 894 8503

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu hlaupsins: https://bodhlaup.is/


Myndband má nálgast hér: https://vimeo.com/696607173