Þátttökugjald

  • 15,4 km3.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir15,4 km
  • Dagsetning26. maí 2022

Brekkuhlaup Breiðabliks 2022 fer fram á Uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí kl 10:00.

Leiðin

Hlaupinn er hringur um Kópavogsbæ sem býður upp á margar skemmtilegar brekkur. Hlaupaleiðin liggur framhjá mörgum helstu kennileitum bæjarins. Leiðin er 15,4 km og uppsöfnuð hækkun er um 250 metrar.

Hlaupið er ræst á Kópavogsvelli, endamarkið verður einnig þar.

Hlustið á viðtal við Arnar Pétursson þar sem hann segir frá hlaupinu í fyrra og gefur nokkur heilræði.

Skoðið myndasafn frá hlaupinu í fyrra á hlaup.is.

Frá Brekkuhlaupi Breiðabliks 2021
Frá Brekkuhlaupi Breiðabliks 2021
Skráning og afhending gagna

Skráningargjald er 3.900 kr.

Skráning mun fara fram hér á hlaup.is, sjá hér efst á þessari síðu. Skráningu lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 25. maí. Hlaupagögn verða afhent í Fífunni miðvikudaginn 25. maí kl 17-19.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sætið í karla og kvenna flokki.

Nánari upplýsingar

Áslaug Pálsdóttir aslapals@gmail.com