Þátttökugjald

  • 4,3 km - 12 ára og yngri0 kr
  • 4,3 km - 13 ára og eldri2.500 kr
  • 10,3 km6.000 kr
  • 17,6 km7.000 kr
  • 30,6 km8.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir4,3 km, 10,3 km, 17,6 km, 30,6 km
  • Dagsetning23. júlí 2022
Sjá úrslit

Fjögurra skóga hlaupið fer fram í suðurhluta Fnjóskadals laugardaginn 23. júlí. Öll hlaupin enda á sama stað, á íþróttavelli umf. Bjarma sem staðsettur er við þjóðveg 1, austan brúarinnar yfir Fnjóská. Keppendur mæta á Bjarmavöllinn þar sem boðið verður upp á akstur á upphafsstaði.

Ræst verður í hlaupin á mismunandi tíma, lengstu vegalengdina fyrst. Allar vegalengdirnar sameinast við gróðrarstöðina í Vaglaskógi síðustu 4,3 km. Rétt er að minna á að Fjögurra skóga hlaupið var valið besta utanvegahlaupið árið 2014 í árlegri kosningu hlaupara á hlaup.is.

Vegalengdir

Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir í ár, en það eru 4,3 km, 10,3 km, 17,6 km og 30,6 km
Þeir skógar sem hlaupið er eftir eru: Vaglaskógur, Lundsskógur, Þórðarstaðaskógur og Reykjaskógur.

Skráning

Skráning í hlaupið fer fram hér á hlaup.is og hefst fljótlega, sjá efst á þessari síðu. Skráningu lýkur föstudaginn 22. júlí kl 16:00. Fyrir þá sem vilja skrá sig/greiða beint hafið samband við Steinar í sima 8569669 eða steinarkarl_91@hotmail.com.

Verð og hlaupaleiðir

4,3 km skemmtiskokk

  • Skráningargjald kr. 2.500.
  • Leið er líka hugsuð sem gönguleið,tímataka verður og frítt fyrir 12 ára og yngri. Ræst frá gróðrastöðinni í Vaglaskógi og þaðan haldið norður í gegnum skóginn yfir Hálsmela. Hægt að skrá sig á staðnum.
  • Brottför af Bjarmavelli kl. 11.50. Ræsing kl. 12.10.

10,3 km

  • Skráningargjald kr. 5.000 kr. Eftir 10. júlí: 6.000 kr.
  • Ræst frá gömlu bogabrúnni. Hlaupið suður Vaglaskóg. Sunnan við verslunina er hlaupið eftir bökkum Fnjóskár og meðfram ánni til suðurs. Við bæinn Mörk sameinast hlaupaleiðir og þá er haldið til norðurs í gegnum Vaglaskóg.
  • Brottför af Bjarmavelli kl. 11.10. Ræsing kl. 11.30.

17,6 km

  • Skráningargjald 6.000 kr. Eftir 10. júlí: 7.000 kr
  • Ræst við Illugastaði. Hlaupið í norður eftir Þórðarstaðaskógi. Við bæinn Mörk sameinast hlaupaleiðir og þá er haldið til norðurs í gegnum Vaglaskóg.
  • Brottför af Bjarmavelli kl. 10.05. Ræsing kl. 10.35.

30,6 km

  • Skráningargjald 7.000 kr. Eftir 10. júlí: 8.000 kr
  • Ræst sunnan Reykjaskógar. Hlaupið norður í gegnum Reykjaskóg að Illugastöðum, þaðan austur yfir brú og áfram í norður gegnum Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg. Við Illugastaði sameinast þessi leið 17,6 km leiðinni.
  • Brottför af Bjarmavelli kl. 9.00. Ræsing kl. 9.45.

Verðlaun

Allir keppendur fá þátttökupening og verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin, karla og kvenna í hverri vegalengd.

Nánari upplýsingar

Keppendur eru fluttir á upphafsstaði, drykkir verða á drykkjastöðum sem eru t.d átta í 30,6 km, tímatöku-númer, brautarmerkingar, öryggisgæsla er á leiðinni. Boðið verður upp á hressingu á leiðarenda.
Gæsla verður við hlaupið og munu félagar úr bsv. Þingey fylgja keppendum eftir. Þátttakendum skal þó bent á að þeir hlaupa á eigin ábyrgð.
Ágóði af hlaupinu ef einhver verður mun renna til bsv. Þingeyjar til kaupa á búnaði til sveitarinnar.
Hægt er að kaupa tjaldstæði á Bjarmavelli. Þar er öll aðstaða mjög góð.

Upplýsingar gefur Birna í síma 848-3547.