Skálavíkurhlaup - Hlaupahátíð á Vestfjörðum

Um hlaupið

  • Vegalengdir12 km, 19 km
  • Dagsetning14. júlí 2022
Sjá úrslit

Skálavíkurhlaupið er hluti af Hlaupahátíð á Vestfjörðum. Hlaupið er utanvegahlaupið þar sem hlaupið er frá Skálavík til Bolungarvíkur, 12 km eða 19 km leið. Einnig er í boði 19 km hjólreiðar.

Leiðarlýsing fyrir Skálavíkurhlaup

Ótrúlega falleg leið og yfirleitt kindur með lömb á hverju strái. Byrjað er við tjaldsvæðið í Skàlavík en þar byrjar fljótlega létt hækkun með beinum kafla þar til hlaupið er framhjá sumarhúsunum. Þegar komið er fram hjá þeim kemur lítileg brekka niður à við, vegurinn er svolítið laus í sér með smá holum þannig gott að vera í utanvegaskóm. Eftir niðurbrekkuna kemur strax brekka upp à við með nokkrum hæðum en þegar komið er vel inn í vikina er örlítil niður brekka til að létta aðeins à púlsinum fyrir Skàlavíkurbrekkuna miklu. Þà kemur stífur kafli upp à við með töluverðri hækkun. Þegar komið er upp þann bratta lendir maður á flata þar sem hægt er að velja leiðina upp á Bolafjall þar sem hlaupið er sik sak upp á Bolafjall, ekki mikill bratti í einu upp á Bolafjallið, frekar aflíðandi brekka en gæti verið lausamöl. Svo er ferðinni heitið niður á við þar sem flogið er niður brekkuna alveg að sveitabænum í Tungu. Svo er komið á malbik og ljúf leið í bæinn, smá brekka uppá við þegar kemur að skôgræktinni en hlaupið er í gegnum hana og svo sem leið liggur að Íþróttahúsinu þar sem markið er.  

Drykkjarstöðvar verða á leiðinni, í 12 km hlaupinu verður ein drykkjarstöð efst á heiðinni áður en lagt er af stað niður aftur en í 19 km hlaupinu verður einnig drykkjarstöð uppi á Bolafjalli og svo þegar komið er niður af fjallinu áður en lagt er af stað niður í markið. Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Isotonic orkudrykki frá Bætiefnabúllunni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas.

Eftir hlaupið verður keppendum boðið í sund og mun verðlaunaafhending fara fram á sundlaugarsvæðinu. Þar verður boðið upp á veitingar, ma. drykki frá Ölgerðinni, banana, súkkulaði og aðra orku.

Skráning

Skráning er á netskraning.is

Frá markinu í Vesturgötunni 2014
Frá markinu í Vesturgötunni 2014
Dagskrá hlaupahátíðarinnar á Vestfjörðum lítur í heild sinni þannig út:
Fimmtudagur 14. júlí
  • Skálavíkurhlaup, 12 km og 19 km
  • Skálavíkurhjólreiðar 19 km
  • Verðlaunaafhending í sundlauginni í Bolungarvík

Föstudagur 15. júlí
  • Sjósund 1500 m
  • Sjósund 500 m
  • Arnarneshlaup 21 km
  • Arnarneshlaup 10 km
  • Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Laugardagur 16. júlí
  • Fjallahjólreiðar (XCM) 55 km
  • Skemmtihjólreiðar 8 km
  • Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 km og 4 km
  • Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri

Sunnudagur 17. júlí
  • Tvöföld Vesturgata 45 km
  • Heil Vesturgata 24 km
  • Hálf Vesturgata 10 km

Þríþrautin samanstendur af 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 24 km Vesturgata.

Allar nánari upplýsingar um mæting, rástíma og rútuferðir er að finna inni á síðu hverrar greinar fyrir sig.

Nánari upplýsingar á vefsíðu hlaupahátíðarinnar.