Þátttökugjald

  • 5 km1.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km
  • Dagsetning4. ágúst 2022
Sjá úrslit

MUNA AÐ SETJA Í SKRÁNINGUNA HVERJIR ELDRI EN 14 ÁRA VILJA ÞÁTTTÖKUMEDALÍU.

Vatnsmýrarhlaupið verður haldið í 27. sinn fimmtudaginn 4. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður í Vatnsmýrinni og Skerjafirði eins og undanfarin fjögur ár. Upphaf og endir verður í nágrenni Háskóla Íslands og skráning verður á Háskólatorgi á hlaupdag. Veitt verða verðlaun fyrir sex aldursflokka og verður notast við flögutímatöku.

Tímasetning

Hefst kl. 20 við Háskóla Íslands. 

Vegalengd

5 km með flögutímatöku. Hlaupaleiðin er löglega mæld af FRÍ. 

Flokkaskipting

Bæði kyn

  • 14 ára og yngri
  • 15-19 ára
  • 20-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Skráning og verð

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu og lýkur kl. 22:00 miðvikudaginn 3. ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig milli kl. 17:00 og 19:30 á Háskólatorgi á hlaupdag. Skráningargjald er 1.900 kr.

Afhending númera verður milli kl. 17:00 og 19:45 á Háskólatorgi á hlaupdag. 

Verðlaun

Þátttökumedalíur eru fyrir alla 14 ára og yngri og aðra sem óska eftir því. Vegleg útdráttarverðlaun eru og verðlaun fyrir efsta sæti í hverjum flokki.

Hlaupaleiðin

Hlaupið er í nágrenni Vatnsmýrar og Skerjafjarðar. Hlaupaleiðin er tiltölulega flöt. Sjá einnig meðfylgjandi kort af hlaupaleiðinni hér neðst í þessari lýsingu.

Annað

Brautarvarsla er á öllum helstu götuhornum, einnig verður hjólreiðamaður á undan fyrstu mönnum. Merkingar verða á kílómetrafresti.