Viðtöl og vídeó frá Akureyrarhlaupinu

uppfært 05. júlí 2022

Hlaup.is fylgdist með Akureyrarhlaupinu, tók myndir, viðtöl og vídeó af hlaupurum í brautinni. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan. Ef þú tókst þátt í hlaupinu, þá getur þú gefið hlaupinu einkunn. Ef þú skráir þig inn á Mínar síður hlaup.is þá getur þú safnað hlaupatímanum þínum úr Akureyrarhlaupinu og myndunum af þér inn á prófílnum þínum.

Myndir frá hlaupinu og úrslit frá hlaupinu.

Baldvin Þór Magnússon

Við höfum ekki hitt Baldvin áður og því vorum við mjög forvitin um hans hagi, þannig að við erum með gott viðtal við hann. Hann sagði okkur m.a. frá því hvaða risastóru markmið hann hefði, hvar hann hefði verið frá barnæsku, hvernig Hlynur Andrésson hafði áhrif á það að hann fór í núverandi skóla í Bandaríkjunum. Einnig hvernig það var að vinna 7 titla í skólanum, eitthvað sem enginn hefur gert áður þar og einnig sagði hann okkur frá þjálfaranum og æfingavikunni sinni. Hann upplýsti okkur síðan um hvert væri hans "idol" í hlaupunum, ásamt ýmsu öðru.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

Sigþóra sagði okkur aðeins frá Íslandsmeistaratitils hlaupinu, hvernig hún hefði komið inn í hlaupin, hvað henni þætti skemmtilegast í hlaupunum og svo hvað væri framundan hjá henni.

Arnar Pétursson

Arnar sagði okkur frá því hvað hann var  að gera í aðdraganda hlaupsins, sem sennilega hafði áhrif á hann á keppnisdeginum og svo sagði hann okkur frá því hvað hann væri að fara að gera á næstunni. Mjög spennandi verkefni sem verður gaman að sjá hvernig gengur.

Hálfmaraþon hlauparar - Seinni ráshópur

Hálfmaraþon hlauparar - Fyrri ráshópur

5 km og 10 km hlauparar leggja af stað og eftir 1,5 km