Hlaup.is fagnar nú 24 árum sem þjónustuvefur fyrir hið íslenska hlaupasamfélag. Frá því 2003 hefur vefurinn verið í sömu mynd og því löngu kominn tími á að uppfæra vefinn. Það verkefni fór af stað fyrir nokkrum árum og lýkur nú fyrsta áfanga endurgerðar á hlaup.is. Fjölmargir viðbótarmöguleikar eiga eftir að líta dagsins ljós á næstu mánuðum sem við vonum að hlaupurum eigi eftir að líka við.

Þessar breytingar hafa verið mjög kostnaðarsamar og því nauðsynlegt að leita til hlaupasamfélagsins með frjáls framlög sem nýtast til að greiða fyrir vinnu við þessa endurgerð. Hægt er að velja um að greiða mánaðarlega mismunandi upphæðir með því að skrá sig á þá upphæð sem hentar viðkomandi, hér fyrir neðan.