Arnar Pétursson hljóp á frábærum tíma í hálfmaraþoni í Haag í Hollandi í dag, sunnudag. Þrátt fyrir mikinn vind þá bætti Arnar sinn besta tíma, hljóp á 1:06:08 eða meðalhraða upp á 3:08 p/km. Þar með hefur aðeins einn Íslendingur hlaupið hraðara hálfmaraþon, en það er Íslandsmethafinn Kári Steinn Karlsson. Metið sem er 1:04:55 setti Kári Steinn í Berlín árið 2015.
Arnar er greinilega í miklum bætingarham en hann bætti sig einni í 10 km hlaupi í Leverkusen fyrir viku síðan. Það bendir því ýmislegt til þess að það sama verði upp á teningnum í apríl þegar Arnar hyggst hlaupa maraþon.
