Tilurð hlaup.is má rekja til þess að umsjónarmaður hafði um nokkurra ára skeið æft langhlaup með markvissum hætti. Eins og aðrir hlauparar tók umsjónarmaður þátt í mörgum almenningshlaupum, en oft var heilmikið mál að nálgast tímana í hlaupunum. Annaðhvort voru þeir hengdir upp einhverjum tímum eftir að hlaupi var lokið eða þá ekki fyrr en daginn eftir. Þá var einnig hending hvort dagblöðin birtu úrslitin. Það var því sumarið 1996 sem hugmynd kviknaði um að nota Internetið til að miðla úrslitum í almenningshlaupum. Hugmyndin var viðruð meðal nokkurra hlaupafélaga á einni hlaupaæfingunni, þar sem jákvæð viðbrögð fengust og því var ráðist í að setja upp hlaup.is á vefnum og birtist fyrsta útgáfa hennar á vefnum þann 13. ágúst 1996.

Svona leit hlaup.is út þá í sinni fyrstu útgáfu.

Fyrsta Vefsíðan 13.8.1996 6
Fyrsta útgáfa hlaup.is

Fljótlega var útgáfa tvö af hlaup.is sett á vefinn og þá leit hún út eins og meðfylgjandi mynd sýnir:

Útlit 10.4.2004
Önnur útgáfa af hlaup.is