Arnar Pétursson hljóp á sínum besta tíma í 10 km hlaupi um síðustu helgi. Hann hljóp á tímanum 30:47 í 10 km hlaupi í Leverkusen. Samkvæmt því sem hlaup.is kemst næst átti Arnar best 31:03 í 10 km síðan í Mönchengladbach fyrir ári síðan. Þess má geta að Arnar er nýlega kominn úr æfingabúðum í Kenýa sem greinilega eru byrjaðar að skila sér.
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í 10 km hlaupi, 29:49 síðan í mars í fyrra.
