Elín Edda Sigurðardóttir hljóp frábært maraþon í Frankfurt í dag, kom í mark á 2:44:48. Áður átti hún best 2:49:00 frá því í Hamborg í apríl, þá besti tími íslenskrar konu í 20 ár. Bætin um rúmar fjórar mínútur á þessu gæðastigi er algjörlega frábær árangur. Þess má geta að handhafi Íslandsmetsins í maraþoni kvenna er Martha Ernstdóttir en hún hljóp á 2:35:15 frá því í Berlín árið 1999.

Elín Edda hefur verið í miklum ham allt árið en hún hefur bætt sig í í 10 km hlaupi, hálfu maraþoni og heilu maraþoni á hlaupaárinu 2019. Síðast bætti hún sig um eina og hálfa mínútu í Kaupmannahafnarhálfmaraþoni í september.