Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þær Elinu Eddu Sigurðardóttur og Andreu Kolbeinsdóttur til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram í Gydina Póllandi 29.mars 2020. Farastjórn verður í höndum goðsagnarinnar Mörthu Ernstdóttur og því verða þær stöllur í góðum höndum.

HM verður svo sannarlega mikil gulrót fyrir þessa frábæru hlaupara sem hafa verið að gera stórgóða hluti upp á síðkastið. Elín Edda hefur undanfarið ár verið að bæta sig sig gríðarlega í hinum ýmsu vegalengdum. Andrea hefur hins vegar átt við töluverð meiðsli að stríða á árinu en er engu að síður einn allra efnilegasti hlaupari langhlaupari landsins.