Hlynur Andrésson hafnaði í 40. Sæti í Evrópumótinu í víðavangshlaupinu sem fram fór í Portúgal í gær, sunnudag. Hlynur hljóp vegalengdina (10.225 km) á 31.56 en sigurvegarinn Robel Fsiha sem er Svíþjóð kom í mark á 29:59.
Flottur árangur hjá Hlyni sem fyrir skömmu hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupinu auk þess að setja glæsilegt Íslandsmet í 10 km hlaupi í mars.
