Það styttist óðfluga í sumarið og margir sem bíða spenntir eftir því að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í því góðviðri sem íslensk sumur bjóða uppá. Margir hafa staðið í ströngu í undirbúningi í allan vetur og ekki látið frost né sjókomu stoppa sig. Þessi einstaklingar fá nú bráðlega að sýna hvað í þeim býr og geta sett stefnuna á Íslandsmeistaratitla í nokkrum vegalengdum. Dagsetningar fyrir Íslandsmeistaramótin í götuhlaupi fyrir árið 2020 eru eftirfarandi.

- 5 km götuhlaup - Víðavangshlaup ÍR - 23.apríl
- 10 km götuhlaup - Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class - 2.júlí
- Hálft maraþon - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 22.ágúst
- Maraþon - Vormaraþon Félags maraþonhlaupara - 25.apríl
Það er sannarlega hlaðborð framundan á komandi sumri. Nú þurfa hlauparar bara að velja vel eða gæða sér á öllum réttum.