Rannveig Oddsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2020 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í tólfta skiptið í dag laugardaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir. Í þriðja sæti lentu Hlynur Guðmundsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Rannveig Oddsdóttir hlýtur þennan titil í þriðja skiptið, en hún hvar einnig kosin langhlaupari ársins 2010 og 2012. Hlynur Andrésson gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna, þar sem hann býr og æfir í Hollandi og undirbýr sig af kappi fyrir hálfmaraþon um miðjan mars, sem hluta af undirbúningi hans við að ná lágmarki á Ólympíuleikana. Fyrir hans hönd tók frændi hans við verðlaununum.
Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta á morgun viðtöl við hlauparana.
Við drógum út útdráttarverðlaun úr hópi þeirra sem kusu og upp kom nafn Líneyjar H. Þorkelsdóttur sem er í Skokkhópi Grundarfjarðar og fær hún HOKA skópar.
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, Sportís og Hlaup.is.

Kosið var á milli fimm hlaupara í karlaflokki og fimm hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:
Karlaflokkur
Röð | Nafn |
1 | Hlynur Andrésson |
2 | Arnar Pétursson |
3 | Hlynur Guðmundsson |
4 | Maxime Sauvageon |
5 | Stefán Guðmundsson |
Kvennaflokkur
Röð | Nafn |
1 | Rannveig Oddsdóttir |
2 | Andrea Kolbeinsdóttir |
3 | Guðlaug Edda Hannesdóttir |
4 | Anna Berglind Pálmadóttir |
5 | Elín Edda Sigurðardóttir |



Á myndina vantar Elínu Eddu Sigurðardóttir.