uppfært 04. september 2022

Það var frábært hlaupaveður laugardaginn 3. september þegar fjölmörg hlaup fóru fram. Hlaup.is var viðstaddur fyrsta Forsetahlaupið og tók myndir bæði af míluhlaupurunum og 5 km hlaupurunum. Að sjálfsögðu tók forsetinn þátt í báðum vegalengdum.

Þú getur skoðað myndirnar úr Forsetahlaupinu á hlaup.is.

Hlauparar í 28 km Eldslóðinnni voru ræstir kl. 12 á hádegi og við náðum myndum af þeim eftir ca. 1 km við Vífilsstaðavatnið.

Þú getur skoðað myndirnar úr Eldslóðinni á hlaup.is.