Enn einn stóri dagurinn í sögu langhlaupa var í dag þegar Brigid Kosgei frá Kenya sló heimsmet kvenna í maraþonhlaupi þar sem hún hljóp á 2:14:04 og tók þar með heimsmetið af Paulu Radcliffe 2:15:25 sem staðið hafði frá árinu 2003.
Brigid Kosgei er enginn nýgræðingur í hlaupum, en hún vann Chicago maraþon 2018 og London maraþon 2019. Hún var líka önnur í Chicago árið 2017 og London 2018.
