Sportvörur hafa opnað nýja og glæsilega verslun á Dalvegi 32A í Kópavogi. Af tilefni opnunarinnar stendur hlaupurum og öðrum viðskiptavinum til boða að nýta sér fullt af frábærum tilboðum, smakki, gjafapokum auk þess sem fleira skemmtilegt verður á boðstólnum opnunarvikunni sem nú stendur yfir.

Sportvörur er traustur samstarfsaðili hlaup.is og býður upp á fjölbreytt úrval af hlaupatengdum vörum auk fjölda annarra vara tengdum íþróttum og líkamsrækt. Hlaup.is hvetur hlaupara til að gera sér ferð í hina nýju verslun enda fátt skemmtilegra en að skoða og versla vörur sem tengjast áhugamálinu okkar.
Opnunartímar í hinni nýju verslun í opnunarviku á Dalvegi 32a.
- Fimmtudagur 3. október: Opið frá 10-17
- Föstudagur 4. október: Opið frá 10-17
- Laugardagur 5. október: Opið frá 11-15

Dótabúð íþróttafólksins!
Starfsmenn Sportvara hafa ástríðu fyrir íþróttum og leggja metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóða upp á gæða vörur frá þekktum vörumerkjum sem hjálpa íþróttafólki að ná markmiðum sínum.
Sportvörur sérhæfa sig í minni og stærri æfingatækjum, lyftingavörum, bardagavörum og hlaupavörum ásamt því að bjóða upp á hágæða fæðubótarefni, íþróttafatnað og skó fyrir alhliða líkamsrækt. Alls starfa 11 starfsmenn hjá fyrirtækinu.
Sportvörur er stoltur stuðningsaðili fjölda íþróttamanna á Íslandi. Á bilinu 40-50 íþróttamenn með styrktarsamning, þeirra á meðal eru fullt af hlaupurum.