Hlauparar þurfa að sofa meira en annað fólk. Of lítill svefn leiðir til uppsafnaðrar þreytu og minni árangurs. Hægt er að áætla aukna svefnþörf hlaupara út frá heildarvegalengd á viku, þannig að fyrir hverja mílu (1,6 km) sem hlaupin er þurfi að lengja nætursvefninn um eina mínútu. Hlaupari sem hleypur 50 km á viku (um 30 mílur) þyrfti samkvæmt þessu að sofa hálftíma lengur á hverri nóttu en sá sem hleypur ekki neitt.
Stefán Gíslason, pistlahöfundur á hlaup.is og hlaupafrömuður úr Skokkhópi Flandra