Á erfiðri æfingu, hvort sem er á braut eða þar sem ákveðinn hringurinn er hlaupinn, finnst mér gott að hafa möguleikann á því að henda af mér flíkum (hönskum, húfum, buffi eða peysu). Það finnst mér hjálpa mjög andlega. Ég hugsa þannig að vissulega verði ég þreyttari eftir hvern sprett en ég verð líka léttari því ég losa mig við eina flík. Ég nota þessa aðferð sem ákveðinn verðlaun sem gefa manni jákvæða „orku" eftir hvern sprett. „Ég náði að klára sprettinn, ég fæ að taka einn hanska af."
Arnar Pétursson, afreksmaður í langhlaupum.