birt 28. júlí 2015

Hlaup.is ræddi við nokkra hlaupara sem tóku þátt í Fjögurra skóga hlaupinu.'

Þorbergur Ingi sigraði Fjögurra skóga hlaupið á nýju brautarmeti í 30,6 km hlaupinu.

Rannveig Oddsdóttir sigraði kvennaflokkinn og segir okkur frá hlaupinu, meiðslunum sínum, starfinu í skokkhópunum á Akureyri og hvernig er að æfa á veturna fyrir norðan.

Við náðum tali af Sigurði Þórarinssyni sem lenti í öðru sætinu í 30,6 km hlaupinu. Hann stefnir eins og margir Íslendingar á eitt af Mont Blanc hlaupunum í haust og segir okkur aðeins frá því. 

Felix Sigurðsson tók þátt í 17,6 km hlaupinu. Hann segir okkur frá sinni upplifun.

Guðjón Norðfjörð tók þátt í 17,6 km hlaupinu og við heyrðum hvað hann hafði að segja um hlaupið.

Arnar Már Sigurðsson einn af umsjónarmönnum Fjögurra skóga hlaupsins segir okkur frá hlaupinu og undirbúningnum.