Uppgjör Heiðmerkurhlaupið, Víðavangshlaup Framfara og Hausthlaup UFA

uppfært 04. október 2020

Íslenska hlaupasamfélagið er hvergi nærri lagst í dvala þó blikur séu á lofti í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda vegna uppgangs Covid 19 hér á landi. Í gær laugardag, fóru fram tvö einkar skemmtileg hlaup. Annars vegar fyrsta hlaupið í Víðavangshlauparöð Fimbul.is og Framfara og hins vegar Heiðmerkurhlaupið. Fulltrúar hlaup.is litu við á báðum stöðum, tóku myndir og viðtöl.

Um 50 manns tóku þátt í Víðavangshlaupi Fimbul.is og Framfara sem er metþáttaka. Hlauparöðin fer fram með þeim hætti að í fyrra hlaupinu er hlaupinn einn hringur, oftast í kringum einn kílómeter og síðan er sá hringur hlaupinn 5-6 sinnum í seinna hlaupinu. Þátttakendum er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í báðum útgáfunum og það gera margir.

Víðavangshlaup Framfara 2020 FRA1 2020 264 Fix
Elín Edda Sigurðardóttir glímir við eina brekkuna í Víðavangshlaupi Framfara

Í karlaflokki sigraði Guðni Páll Pálsson í styttra hlaupinu og Hlynur Ólason í lengra hlaupinu. Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir í báðum vegalengdum.

Við tókum Burkna Helgason tali eftir hlaupið og fengum hann til að segja okkur aðeins frá hlauparöðinni.

Við tókum vídeó á nokkrum stöðum í brautinni og þá sést hversu skemmtileg brautin er. Fyrsta myndbandið er fljótlega eftir startið.

Síðan í einni brekkurótinni

Í brekkunni sjálfri

Og að lokum í síðasta kafla hringsins, brekkunni niður

Í gær fór einnig fram Heiðmerkurhlaupið sem haldið var í tilefni af 70 ára afmæli Heiðmerkur en Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt hlaupið í samstarfi við Náttúruhlaup. Um 130 manns tóku þátt í hlaupinu. Boðið var upp á 4 km hlaup og 12 km hlaup (Ríkishringinn). 42 þátttakendur voru í styttra hlaupinu, flestir frábærir fulltrúar yngri kynslóðarinnar sem sýndu frábær tilþrif. Sigurvegarar voru hinn 13 ára gamli Birgir Máni Brynjarsson og hin 13 ára Signý Harðardóttir. Í 12 km hlaupinu komu þau Vignir Már Lýðsson og Anastasía Alexandersdóttir fyrst í mark.

Heiðmerkuhlaupið 2020 HEI2020 006 Fix
Vignir Már Lýðsson sigurvegari í 12 km hlaupinu

Við tókum viðtal við sigurvegarann í 12 km hlaupinu Vigni Má Lýðsson

Einnig ræddum við sigurvegarann í kvennaflokknum Anastasiu Alexandersdóttir

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir var ein af þeim sem kom að undirbúningi hlaupsins fyrir hönd Skógræktarinnar og við heyrðum um undirbúning hlaupsins.

Við leyfðum myndavélinni að rúlla á 12 km hlauparana eftir 6 km og fyrst er vídeó af fyrri hópnum.

12 km hlauparar eftir 6 km seinni hópur

4 km hlauparar á fyrsta kílómetranum

Þá okkur ljúft og skylt að minnast á Hausthlaup hinna framtakssömu hlaupara í UFA á Akureyri, sem fram fór á miðvikudag. Um 60 manns tóku þátt í hlaupinu, í 5 km hlaupinu sigruðu þau Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Heiðar Halldórsson, í 10 km sigruðu hin óviðjafnanlegu Þorbergur Ingi Jónsson og Anna Berglind Pálmadóttir.

 

Hausthlaupufa 2020
Sigríður Einarsdóttir kemur í mark