Hlaupahópurinn Árbæjarskokk var stofnaður árið 1999. Segja má að fáir staðir í borginni geta boðið upp á fallegri hlaupaleiðir en svæðin kringum Árbæinn. Hópurinn hittist við Árbæjalaugina og þaðan er oft hlaupið um Elliðaárdalinn og Fossvogsdalinn, upp í Heiðmörkina eða um Hólmsheiðina svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru margir.
Æfingar fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 9:00 og alltaf frá Árbæjarlauginni allan ársins hring. Stundum er æfingum bætt við á fimmtudögum kl. 17:30 ef mikið stendur til.
Á virkum dögum eru farnir 8 - 12 km allt eftir aðstæðum og getustigi en á laugardögum eru æfingarnar yfirleitt lengri eða allt að 25 km hjá þeim sem fara lengst.
Enginn fastur þjálfari sér um að þjálfa hópinn en á móti kemur að það kostar ekkert að vera með og venjulega sjá meðlimir hópsins um að skipuleggja æfingar.
Facebooksíða hópsins er: https://www.facebook.com/groups/110421215650565
Allir velkomnir.
Uppfært 26. september 2020.