Hlaupahópur Ármanns

Reykjavík

Hlaupahópur Ármanns starfar á forsendum hlaupa sem almenningsíþróttar og með það að leiðarljósi er boðið upp á fjölbreyttar æfingar. Varla er hægt að hugsa sér betri aðstöðu til hlaupaæfinga en gróðurinn og veðursældina í Laugardalnum þar sem finna má stuttar leiðir og lengri, hægt að hlaupa á grasi, malarstígum eða malbiki. Yfir hörðustu vetrarmánuðina er hluti æfinga einnig innandyra í Frjálsíþróttahöllinni

Sérstaklega er hugað að æfingaálagi sem skilar hverjum þátttakanda árangri án meiðsla eða ofálags.

Í hópnum æfir fólk sem er á fjölbreyttu getustigi og í ýmsum tilgangi. Sumir sér til almennrar heilsuræktar, aðrir með fastákveðin markmið um vegalengdir og tíma, en allir sér til ánægju og gleði.

Hlaupahópur Ármanns er með æfingar 3 - 4 sinnum í viku frá Frjálsíþróttahöll Laugardals og víðar. Hópurinn er í samstarfi við Frjálsíþróttadeild Ármanns. Þjálfari er Guðmann Bragi Birgisson, gudmann@simnet.is.

Skipulegar æfingar eru á seinni part dags á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem hist er klukkan 17:15 við innganginn að Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og á laugardagsmorgnum kl. 9:00 við sundlaugina í Laugardal. Hópurinn tekur einnig þátt í fjölmörgum viðburðum hlaupaársins og leggur Ármenningum hönd á plóg við, m.a. með brautargæslu.

Utan hlaupaæfinga er umtalsvert félagslíf hjá hópnum. Frá fyrirlestrum og fræðslu um næringu og æfingaáætlanir yfir í árshátíð og ýmsa skipulagða skemmtan.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda á hlaupahopur@armannfrjalsar.com

Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu hópsins: http://www.frjalsar.is/hlaupahopar/

Umfjöllun hlaup.is um Hlaupahóp Ármanns

Viðtal hlaup.is við Viktor Vigfússon úr Hlaupahópi Ármanns

Uppfært 23. mars 2021