Um hópinn
Hlaupahópur HK var stofnaður árið 2019 og samanstendur af breiðum hópi fólks sem öll hafa það að markmiði að stunda hlaup sér til heilsubótar og ánægju. Við erum fjölbreyttur hópur og getustigin eru mismunandi, allt frá byrjendum til þeirra sem hafa hlaupið í lengri tíma. Sumir leggja áherslu á styttri vegalengdir, aðrir vilja fara lengra og setja fókus á hálft og heilt maraþon. Mörg í okkar hópi hafa áhuga á utanvegahlaupum, enda erum við svo heppin að hafa Heiðmörkina í bakgarðinum sem er kjörin fyrir hlaup.
Jákvæðni, gleði og samvinna einkennir okkar hlaupahóp. Við viljum endilega fá sem flesta til að hlaupa með okkur, hvort sem það eru byrjendur eða vanir hlauparar sem langar til þess að æfa undir leiðsögn frá reyndum þjálfara og hlaupa í skemmtilegum félagsskap. Ef þig langar út að hlaupa með okkur, hafðu þá samband við þjálfara hópsins eða einfaldlega bara mættu.
Æfingar
Hópurinn æfir tvisvar til þrisvar sinnum í viku, þriðjudaga kl. 17:45 og fimmtudaga kl. 17:45.
Einnig eru lengri æfingar á laugardögum þar sem hópurinn hittist án þjálfara.
Allir fá verkefni við sitt hæfi og hefja hlaupið á sama tíma og reyna að enda á sama tíma. Æfingarnar eru fjölbreyttar, allt frá rólegu utanvegaskokki yfir í interval æfingar á braut og allt þar á milli.
Við notum Training Peaks forritið og fáum þannig æfingarnar t.d. beint í úrið.
Við erum dugleg að taka þátt í smærri og stærri hlaupum og höfum staðið fyrir okkar eigin hlaupi að hausti, Vatnsendahlaupið (10 km utanvegahlaup í jaðri Heiðmerkur) fyrst haldið árið 2024.
Æfingagjöld
Árs áskrift 2024 (12 mánuðir)
Áskriftartímabil: 1. október - 30. september kr. 37.500
Vetrarönn 2024 (6 mánuðir)
Áskriftartímabil: 1. október - 31. mars kr. 21.500
Mánaðaráskrift: 4.000
Fyrir þá sem að vilja prófa (áskriftin endurnýjast mánaðarlega, engin binding en þarf að segja henni upp fyrir 25. hvers mánaðar)
Innifalið í æfingagjöldum er þjálfun, aðgangur að lokuðum Facebook hóp, æfingar á Training Peaks, afsláttarkjör á hlaupatengdum vörum hjá verslunum.
Þjálfari og hlauparáð
Þjálfari hópsins er Örvar Steingrímsson (orvars@gmail.com). Þrautreyndur hlaupari og landsliðsmaður. Á meðal fjölmargra afreka Örvars er sigur í Laugavegshlaupinu árið 2013 og 100 km í Hengil Ultra 2020.
Hlauparáð hópsins 2024 - 2025 skipa:
- Bryndís Reynisdóttir (bryndisreynis@gmail.com)
- Birna Hlynsdóttir (birnahlyns@gmail.com)
- Gunnhildur Guðmundsdóttir (gunnhildurgud@gmail.com)
- Gunnar Viðar Þrastarson (gunnar.vidar.thrastarson@gmail.com)
Facebook og Instagram
Við erum með síðu á Facebook (Hlaupahópur HK) og Instagram (Hlaupahópur HK).
Uppfært: 6.1.2025