Hlaupahópur HK

Kópavogur

Hlaupahópur HK tók aftur til starfa haustið 2019 eftir nokkura ára dvala. Hópurinn er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og eru allir velkomnir á æfingar hjá hópnum. Auk æfinga stefnir hópurinn á að halda fræðslu 1x á önn og að taka þátt í hlaupum innanlands saman, t.d. Powerade mótaröðinni.

Hópurinn hefur verið að stækka jafnt og þétt og hefur hópurinn metnað fyrir að stækka hópinn enn frekar! Allir fá verkefni við sitt hæfi á æfingum. Á æfingum hefja allir hlaupið á sama tíma og reyna enda á sama tíma.

Hópurinn æfir tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga kl 17:45 frá Kórnum og fimmtudaga frá Fagralundi kl 17:45. Æfingarnar skiptast í rólegt skokk og interval hlaup.

Þjálfari hópsins er Maxime Sauvageon.

Facebooksíðahópsins: https://www.facebook.com/groups/1491885921121712

Uppfært: 23.9.20.