Laugaskokk

Reykjavík

Þjálfarar Laugaskokks: Guðmundur Kristinsson og Halla Björg Þórhallsdóttir.

Æfingatímar: Mánudagar 17:30, miðvikudagar 17:30 og laugardaga kl. 9:00 á sumrin en 9:30 á veturna.

Hlaupið er frá World Class Laugum og er Laugardalurinn mikið nýttur til æfinga enda frábært æfingasvæði. Laugaskokk er mjög öflugur hlaupahópur með mikinn fjölbreytileika. Hópurinn samanstendur af hlaupurum á öllum aldri, með mismunandi markmið og hvata. Lögð er áhersla á að bjóða upp á æfingar sem henta flestum getustigum og því eiga allir að finna sig í hópnum. Blómlegt félagsstarf er í hópnum og reglulega eru haldnir hlaupatengdir fræðslufundir.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á hlaupum, byrjendur jafnt sem lengra komna, til að mæta.

Nánari upplýsingar má nálgast á fésbókinni https://www.facebook.com/groups/632929860170852/

Upplýsingar skráðar 26. september 2020.