Náttúruhlaup

Reykjavík

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er farvegur fyrir fólk sem vill gera hlaup í náttúrunni að lífsstíl. Með ársáskrift fær viðkomandi aðgang að æfingum, afsláttarkort, betra verð á flestum ferðum Náttúruhlaupa, árlega gjöf, fræðslu og fleira. 

Æfingatímar og æfingastaður

Á laugardögum kl. 09:00 eru upplifunaræfingar. Áherslan er á að hlaupa á þægilegum hraða og njóta. Við bjóðum upp á a.m.k þrjár mismunandi vegalengdir (á bilinu 7-20 km). Hlaupið er á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu en alltaf á náttúrustígum. Þátttakendur fá að vita í upphafi vikunnar hvar hlaupið verður næst.  Upplifunaræfingar fara fram átta mánuði ársins. Hlé er gert á þeim í desember og janúar, júlí og ágúst.

Á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum er boðið upp á gæðaæfingar. Þær eru ávallt frá klukkan 17:30-18:30. Æfingarnar fara allar fram nokkuð miðsvæðis. Áherslan er á hraðabreytingar, brekkur, tækni og styrktaræfingar. Gæðaæfingar fara fram tíu mánuði ársins. Hlé er gert á þeim í júlí og ágúst. 

Á fimmtudögum er boðið upp á fjallaæfingu kl. 17:30. Þá er farið fell eða fjall á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins ein vegalengd. Þessar æfingar fara fram 10 mánuði ársins eins og gæðaæfingar. Hugsanlega er þó tekið hlé yfir háveturinn ef aðstæður eru þannig.

Alls eru í boði fimm æfingar í viku fyrir þátttakendur mest allt árið.

Vefsíða eða Facebooksíða

Ársáskrifendur Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa fá aðgang að lokuðum Facebook hóp en opin Facebook síða Náttúruhlaupa er: https://www.facebook.com/natturuhlaup/

Netfang: natturuhlaup@natturuhlaup.is

Instagram: natturuhlaupin

Póstlisti: https://natturuhlaup.us18.list-manage.com/subscribe?u=1e418d57068742ced4e3e2f4b&id=29305ea9c0

Við mælum með að fólk skrái sig á póstlistann til að fá nýjustu fréttir varðandi ferðir, námskeið og fleira. 

Þjálfari

Birkir Már Kristinsson, sjúkraþjálfari (birkir@natturuhlaup.is) og Elísabet Margeirsdóttir (elisabet@natturuhlaup.is), næringarfræðingur og ultra hlaupari,  bera ábyrgð á þjálfarateyminu. Um 20 manns eru hluti af þjálfara og leiðtogateymi Náttúruhlaupa. Margir gríðarlega reyndir hlauparar og hlaupaþjálfarar eru í teyminu. Allir þjálfararnir kappkosta að endurspegla gildi Náttúruhlaupa: Lífsgleði, fagmennska og umhyggja.

Sýn Náttúruhlaupa

Sýn Náttúruhlaupa er að kynna fólki fyrir hlaupum í náttúrunni og vera farvegur fyrir fólk sem vill gera hlaup í náttúrunni að lífstíl. Þannig stuðlum við að aukinni hamingju og bættri heilsu hjá fólki.

Við kynnum þennan  lífstíl  í gegnum grunnnámskeiðin okkar og erum farvegur fyrir hann í gegnum hlaupasamfélagið, hlaupaferðir og námskeið eins og undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið, Landvætta námskeiði Náttúruhlaupa, keppnishald og fleira.