Skokkhópurinn á Króknum er búinn að vera starfræktur frá því 1995. Hópurinn er opinn hverjum sem er og skiptist upp í göngu og skokk.
Mæting er við Sundlaug Sauðárkróks. Æfingadagar eru mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:10 og laugardagar kl. 10:00 ætlaðir til lengri ferða. Þessi tímasetning gildir júní-júlí-ágúst.
Það eru allt upp í 50 manns sem mæta hverju sinni og er hlaupið/gengið í ca. 45-50 mín og á eftir eru styrkjandi æfingar og teygju æfingar.
Allir trimmarar gangandi/skokkandi eða hlaupandi velkomnir.
Umsjón: Árni Stefánsson, Raftahlíð 29, 550 Sauðárkróki, sími 453-6633/864-3959
Upplýsingar skráðar 15. júní 2006