Unnsteinn Ingi Júlíusson úr Hlaupahópnum Skokka á Húsavík tók þátt í Dyrfjallahlaupinu sem fram fór um síðustu helgi. Unnsteinn hljóp með myndavél og útkoman er einkar skemmtileg "heimildarmynd" þar sem stemmingin og ævintýralegt landslagið kemst svo sannarlega. Þá er húmorinn ekki langt undan hjá Unnsteini og hlaupafélögum, sannarlega frumlegt framtak.
Það er sannarlega ástæða til að hvetja hlaupara til að horfa á myndbandið, bæði fyrir þá sem tóku þátt í Dyrfjallahlaupinu og vilja rifja upp góðar minningar en ekki síður fyrir þá sem eru hugsanlega áhugasamir um þátttöku á næsta ári.
Eins og áður segir fór Dyrfjallahlaupið fram um síðustu helgi við frábærar undirtektir. Hlaupið var haldið í fyrsta skipti en um ræðir 23 km utanvegahlaup í stórbrotnu landslagi í Borgarfirði Eystra. Hlauparar settu ekki fyrir sig að langt ferðalag og komu hvaðanæva að en uppselt var í hlaupið.