Laugavegspistill eftir Sigurjón Ernir Sturluson

birt 30. júlí 2017

Þvílíkt hlaup !!!

Sjöunda sætið í heildina á 4:57:43 klst, 50 mínútna bæting í afleiddum aðstæðum.

Laugardaginn 15. júlí klukkan 9:15 var ræst í Laugavegshlaupið. En það er 55 km utanvegarhlaup yfir hálendi Íslands með. 1.900 metra hækkun. Rúmlega 500 mans voru skráðir í hlaupið sem var met skráning og þar af meira en helmingur erlendir hlauparar.


Afraksturinn að sjálfsögu skjalfestur á Snapchat.

Hlaupaleið og planið
Eftir að hafa hlaupið virkilega krefjandi fjallahlaup í Frakklandi 25. júní áttu fæturnir að vera í toppstandi. Planið var að fara ekki of hratt út og byrja klifrið nokkuð þægilega. Og þegar komið yrði niður úr mestu hækkuninni ætlaði ég að reyna að finna þægilegt pace og reyna að finna einhvern til að hlaupa með. Í 55 km hlaupi getur margborgað sig að hlaupa með félaga.

Planið var því bara að fara varlega út og reyna að klára með bros á vör en ekki nærri dauða en lífi líkt og þegar ég hljóp fyrst árið 2011. En annars hafði ég hugsað mér að það yrði gaman að klára í topp fimm af Íslendingunum og draumurinn undir fimm klukkustundum.

Mikilvæg atriði
Líkt og í maraþoninu í Frakklandi þá vissi ég að fyrir svona hlaup er mikilvægt að vera við öllu búin, líkamlega jafnt sem andlega. Veðrið getur verið fljótt að breytast og er rétti hlaupabúnaðurinn þá lykilatriði. Það sem er þó mikilvægasta atriðið fyrir svona hlaup er hausinn.


Enginn er verri þó hann vökni. Sigurjón lætur smá lækjarsprænu ekki á sig fá.

Hlaupabúnaður
Rehband Compression undirbuxur og Rehband compression sokkar frá Sportvörum. Saucony Peregrine fjallaskór, Ronhill hlaupataska sem geymdi Ronhill hlaupahjakka og næringu, Ronhill stuttbuxur og Ronhill stuttermabolur og regnjakki.

Svo var ég að sjálfsögðu með auka hleðslukubb til að taka myndir og Snapchat fyrir ykkur í hlaupinu (tókst svo að gleyma honum í rútunni).

Næring/orka
Tók með rúma 2x400 ml drykkjarbrúsa í vasa framan í bakpokann. Annar var með kókosvatni blandað út í vatn, Amino Linx frá Fitnesssport + kalsíum og steinefnafreiðitöfla út í. Hinn brúsinn innihélt  goslaust kók (góð og oft nauðsynleg orka milli 24-42 km). Einnig var ég með 6 HIGH5 orkugel frá Fitnesssport og 2 GU gel.

Hlaupið
Ég byrjað í topp tíu og hljóp með Guðna Páli fyrsta hluta hlaupsins. Það var mikill snjór og talsverð hækkun fyrstu 15 km og fórum við nokkuð skynsamlega yfir það.

5 km = 33 min

Milli 5-15 km hlupum við mestmegnis í snjó sem mér fannst taka aðeins í fæturna og svo byrjaði að rigna vel á okkur og þá fór ég í Ronhill jakkann.

10 km = 1:02 klst

15 km = 1:18:58 klst

Eftir 15 km byrjuðum við að fara niður af Hrafntinnuskeri og tók þá við okkur alveg magnað útsýni yfir allt hálendið. Við vorum hér sennilega 7-8 saman í hóp upp í 20 km sem er frekar óvenjulegt (stór hópur) komin þetta langt inn í hlaupið.

20 km = 1:53 klst

Eftir 20 km vorum við komnir niður og jókst þá hraðinn strax. Ég, Benoit og Guðni Páll slitum okkur frá hópnum og tókum á skarið saman. Mjög gott að hlaupa þrír saman uppá stuðning og spjall. Þegar við komum á slétta kaflann tók á móti mótvindur sem fylgdi okkur út allt hlaupið!

25 km = 2:20 klst

Hér vorum við að hlaupa yfir sandana sem voru vel krefjandi en þar sem við héldum hópinn alveg upp í 40 km auðveldaði það verkefnið mikið. En eftir 40 km byrjaði ég að stífna talsvert upp og varð að hleypa þeim á undan.

30 km = 2:46 klst

40 km = 3:39 klst

Eftir 40 km byrjaði hlaupið fyrst hjá mér, ég þurfti að pína mig mikið síðustu 15 km en tókst samt á einhvern undraverðan hátt að enda á rosalegum endaspretti ( ég ætlaði nú undir 5 klst) og gleymdi öllum eymslum og þreytu síðustu 2-3 km. Magnað hvernig líkaminn vinnur. Endaði í sjöunda sæti, þriðji íslenskra hlaupara og annar í mínum aldursflokk. Þar sem síminn var að deyja þurfti ég að hætta á snappinu en mig langaði mikið að sýna ykkur frá lokasprettinum og hvernig mér leið.

Hlaupið á Strava - https://www.strava.com/activities/1085021300/shareable_images/map_based?hl=en-US&v=1500145740


Myndir segja stundum meira en þúsund orð.

Niðurstaða
Sjöunda sæti
Lokatími = 4:57:43
55 km
1.272 metra hækkun
5.690 kcal.

Ég keppti einnig í liðakeppni með Tobba (Þorbergur Ingi Jónsson), Benoit og Guðna og voru tímarnir hjá köppunum: Tobbi fyrsta sæti = 4:13, Benoit þriðja sæti á 4:44 og Guðni Páll í fimmta sæti á 4:48 og loks ég í sjöunda sæti á 4:57. Þessi árangur skilaði okkur meðaltímanum 4:40 sem við erum bara ansi stoltir af.


Sigurliðið. Fv. Þorbergur Ingi, Guðni Páll, Benoit Branger og Sigurjón Ernir.

Ég er virkilega sáttur með að hafa náð að halda góðum dampi í gegnum allt hlaupið þó ég hafi verið ansi bugaður í lokin.
Næst á dagskrá er bara góð hvíld frá hlaupum og leyfa líkamanum að jafna sig vel, ég var farinn að finna fyrir verkjum í hné og mjöðmum í lok hlaups.

Ég þakka mínum frábæru stuðningsaðilum fyrir stuðninginn.

#Sportvörur #Dansport #Fitnesssport #Hleðsla #Heilsa

Sigurjón out !