Ákvörðunin var tekin um miðjan janúar 2009 þegar ég var í heimsókn hjá góðum vini mínum í Suður Carolínu.
Ég tilkynnti Jóa eftir að ég hafði lesið janúar út að útgáfuna af Runners World og farið út að hlaupa eldsnemma einn morguninn á meðan á dvölinni stóð (3,5 mjög erfiða km), að ég ættlaði að hlaupa maraþon og myndi stefna á Kaupmannarhafnar maraþonið 24. maí að 4 mánuðum liðnum.
Það er alltaf gott að tikynna Jóa einhverjar svona brjálæðis ákvarðanir því hann finnur alltaf leið til að taka þráðinn með manni og fá mann til að trúa að manni séu allir vegir færir, eins var um að ræða mjög hentuga tímasetningu til að setja sér krefjandi markmið sem myndi útheimta óskipta athyggli manns, þar sem að það var nú ekki mjög margt jákvætt og uppbyggjandi að eiga sér stað heima á Íslandi.
Ákvörðunin var tekin og þá var bara að ákveða leiðina að markmiðinu, hlaupasíðan www.hlaup.is kom þar mjög sterk inn hún innihélt 16 vikna hlaupaáætlun fyrir byrjendur, sem virtist í fljótu bragði henta mér mjög vel.
Ég tilkynnti þetta síðan tveimur hlaupaáhuga vinkonum mínum í 1. árs afmæli yngstu dóttur minnar, þann 25. janúar, eftir að ég var komin heim að ég hefði tekið þessa ákvörðun og ekki stóð á viðbrögðum þeirra tveggja, þær voru með.
Því miður urðu líffræðilegar orsakir þess valdandi að Margrét Knúts eiginkona góðs vinar míns varð að draga sig í hlé, eitthvað sem karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af, það hefði örugglega ekki verið verra að hafa tvo hlaupafélaga, en ég er ekki í vafa um að Magga eigi eftir að komast í gegnum undirbúning fyrir heilt maraþon, hún þarf bara að finna leið til að halda Ingvari niðri á meðan.
En hlaupafélagi minn var fullkominn, mín besta vinkona til 20 ára og það sem meira var að hún var hlaupafélagi minn í fyrsta tímatökuhlaupinu mínu (10 km í Reykjavíkurmarathoninu 2005) Una Sigurðardóttir. Við höfðum margoft deilt þeirri reynslu síðustu 4 árin og var því tilvalið að við myndum hlaupa saman fyrsta marathonið. Eins má Una eiga það að hún er grjót hörð og kallar ekki allt Ömmu sína, því hún þolir ekki að tapa og hvað þá fyrir strákum. Þannig að líkurnar á að hún myndi gefast upp voru nánast engar.
Veðrið í febrúar og mars og apríl var nú ekki alltaf ákjósanlegt til úti hlaupa og var oft fjandi erfit að berja sig út að hlaupa kl. 5:30 á morgnana. En að frátöldu slagveðri og köldum norðan vind þá var ég var einstaklega heppin með veðrið, því veðrið þennan vetur var nokkuð gott til hlaupa iðkunnar,og get ég talið það á fingrum annaran handar þær morgunæfingar sem ég þurfti að taka inni á hlaupabraut.
Ég hafði það sem regglu að vera alltaf komin í heitupottana kl: 6:50 á morgnana og stilti þá tímanum á æfinguni eftir því, og þurfti því oft að byrja að hlaupa fyrir kl: 6:00 á morgnana til að ná í pottana á réttum tíma.
Þar sem að minn æfingartími hentaði ekki Unu þá ákváðum við að við myndum hlaupa saman löngu hlaupin á laugardögum. Við lögðum af stað kl 9 á laugardagsmorgnum í löngu hlaupin sem smá lengdust eftir því sem laugardögunum fjölgaði. Þannig að um helgar vorum við að þjást saman.
Ég var strax ákveðinn í því að ég myndi leggja allt í sölurnar til að sleppa við meisli og notaði því pottana til að mýkja mig upp og teygja eftir hlaupin, eins gerði þessi tímasetning það að verkum að ég myndi ekki missa tíma með fjölkyldunni, því hún svaf meðan ég æfði á morgnana.
Fyrsta langhlaupið sem ég fann að var virkilega erfit var á 5 viku, mér leið eins og ég hafi orðið fyrir bíl eftir það, og lá heima allan daginn, gat varla labbað og þakkaði guði fyrir að það væri laugardagur, þannig að ég hefði annan dag til að jafna mig áður en ég færi að vinna á mánudegi. Ég óskaði þess heitt og innilega að Sylvía myndi ekki biðja mig um að koma út með fjölkyldunni.
Þetta hlaup reyndi mest á mig líkamlega í öllum undirbúningnum.
Að öðru leyti fór í gegnum undirbúninginn eins og best var á kosið fékk enga flensu eða aðra kvilla, þannig að ég gat einbeitt mér að hlaupaprógramminu.
Ég man sérstaklega fyrstu 7 vikunar hvað ég var þreyttur á skrokkinn og hvernig ég þurfti að spara mig á frídögunum til að eiga orku fyrir næstu æfingu.
Á 10 viku var ég farinn að vera óþolimóður og fannst hraðinn ekki vera að koma sterkur inn fannst ég fara alltof hægt í langhlaupunum, meðalhraðinn hjá mér og Unu var til dæmis einungis um 9 km per klst í 32 km langhlaupinu í viku 13, og var ég frekar áhyggjufullur um að þetta væri ekki að gera sig, en þá var gott að hafa félaga með kvenlegt innsæi sem hélt manni niður á jörðinni, því Una hamraði á því að þetta snérist ekki um hraða heldur að byggja upp þol og við værum að æfa fyrir langhlaup en ekki spretthlaup. Ég var alls ekki að sjá mig komast nálægt markmiðunum mínum sem voru að fara hlaupið á 4klst og 15min.
Undirbúningurinn leið undir lok og man ég hvað ég átti sérstaklega erfitt með mig síðustu 7 dagana fyrir hlaup, þrátt fyrir að mig hafi hlakkað til að það færi að draga úr álaginu þá fór ég að vellta fyrir mér síðustu vikuna hvort það væri rétt að gera svona lítið, og nánast ekki neitt, ég man að ég spurði mig að því hvort ég væri ekki bara að þyngjast það myndi síðan bitna á mér í hlaupinu.
Síðasta æfingin var tveimur dögum fyrir hlaup ef æfingu skyldi kalla, ég fór út á sama tíma og hlaupið átti að hefjast 9:30 að staðartíma í Köben, og skokkði létt 4 km, þarna upplifði ég mig þungan og var smeykur um að ég væri ekki tilbúinn.
Hlaupið sjálft hófst síðan á tilskildum tíma ég og Una vorum rækilega vel studd af mökum okkar sem höfðu fylgt okkur til Köben.
Mér fannst mjög erfitt að ákveða mig á hvaða tíma ég skyldi stefna, ég ætlaði að vera sem næst 4 tímum, og stillti mér upp rétt fyrir aftan blöðrunar sem voru merktar 3:45, bæði vegna þess að þar var ekki jafn þröngt og við blöðrunar sem voru merktar 4:00 tímum og einnig vegna þess að ég ættlaði að prufa hvað ég gæti haldið í við 3:45 blöðrurnar lengi.
Ég byrjaði frábærlega, hef aldrei verið léttari og betur stemmdur, ég hélt í 3:45 blöðrurnar fyrstu 15 km og eftir 21.1 km þegar hlaupið var hálfnað þá fannst mér að ég ætti helling inni. Ég hafði nokkrum kílómetrum áður hægt aðeins á mér og sá þegar ég fór yfir 21,1 km að blöðrurnar með 3:45 tímanum voru komnar talsvert langt á undan, (ca: 500 metra) en ég upplifði mig svo ferskan að mér fannst fullkomlega eðlilegt að stefna bara á 3:45, þannig að ég bætti við mig aftur og setti stefnuna á að hlaupa uppi 3:45 blöðrurnar, þegar ég síðan náði 30 km þá var ég á tímanum 2:41 og fannst ég ennþá ótrúlega ferskur og ég man að ég hugsaði að það þyrfti stórslys til að ég yrði undir 3:50 þar sem það væru ekki nema 12km eftir.
Á 34 km byrjaði ég að fá vægan straum í fæturnar og mér fannst þær þyngjast frekar hratt síðan fór það bara að ágerast þannig að í ca fjórða hverju skrefi þá fékk ég svo mikin straum (sinadrátt) í fæturnar að var ekki viss hvort þær myndu halda mér uppi, ég sagði stöðug við sjálfan mig”þú mátt ekki stoppa”, á 36 km þá fór ég útí kant og teygði aðeins á fætinum í ca:30 sec og staulaðist svo aftur af stað, ég hélt ca: 8 km hraða og sagði stanslaut við sjálfan mig “ekki byrja að labba,”þú verður að halda þér á tánum og reyndi að gera mér grein fyrir hvað það væri stutt eftir og útiloka sársaukann og hugsa um hvað það yrði gaman að koma í mark, skyndilega var þetta farið að snúast um að komast undir 4 tímum í mark eða jafnvel að komast yfir höfuð, því þeim fjölgaði stöðugt sem helltust úr lestinni og fóru útí kannt að teygja, það fó hrollur um mig við tilhugsunina hvað ef lappirnar á mér stoppa alveg.
Síðustu 4 km voru lengstu kílómetrar sem ég hafði hlaupið, ég var farinn að heyra hrópin og köllin í fólkinu eins og úr órafjarlægð og mér var orðið slétt sama, þó að það hefði komið rúta á móti mér þá hefði ég ekki fært mig.
Ég kláraði hlaupið á 3:59:27. Ég var frekar svekktur fyrst eftir hlaupið því mér fannst ég svo nálægt því að vera á 3:45.
Það sem ég hef hinsvegar lært núna sólarhring eftir mitt fyrsta maraþon er að hlaupið byrjar ekki fyrr en eftir 34 km.
Og áhyggjurnar sem ég hafði á 13 viku og í síðustu vikunni fyrir hlaup voru óþarfar, æfingaprógrammið var frábært, skilaði mér mínu fyrsta maraþoni á undir 4 tímum, algjörlega meiðslalausum.
Takk Una fyrir að hafa tekið þátt í þessu með mér og stappað í mig skynsemini þegar ég vildi fara frammúr mér og auka álagið í undirbúningnum og til Hamingju með að hafa lokið þessu fyrsta maraþonhlaupi þínu á frábærum tíma.
Og Takk Jón Oddur fyrir að hafa gefið mér öll þessi góðu ráð í undirbúningnum.
Og síðast og ekki síst takk Sylvía og Siggi fyrir að hafa látið ykkur hafa það að standa úti í rigningunni til að hvetja okkur áfram í hlaupinu og standa með okkur í gegnum prógrammið.
Guðjón Vilhelm Sigurðsson.