Hlaup.is ræddi við nokkra þátttakendur í Haustmaraþoninu. Skoðið viötöl við Steindór Eiríksson, Helen Ólafsdóttir, Þórólf Inga Þórsson, Magnús Þór Arnarson, Unnar Hjaltason og Pétur Helgason hér fyrir neðan. Einnig var rætt við erlenda hlaupara, þau Monique og Henri frá Hollandi og Önnu Strzelczyk frá Noregi.
Viðtal við Steindór Eiríksson sigurvegara í maraþonhlaupinu
Viðtal við Helen Ólafsdóttir sigurvegara í hálfu maraþoni kvenna
Viðtal við Þórólf Inga Þórsson sigurvegara í hálfu maraþoni karla
Magnús Þór Arnarson lenti í 2. sæti í maraþoninu. Við heyrðum hvað honum fannst um hlaupið og hvernig hann nálgast keppni í almenningshlaupum sem undirbúning fyrir stærri hlaup.
Unnar Hjaltason er annar af tveimur Íslendingum sem hefur klárað öll stóru 6 maraþonin og hann sagði okkur frá því og hversu mörg maraþon hann hefur hlaupið síðasta árið.
Pétur Helgason formaður Félags maraþonhlaupara sagði frá félaginu og Haust- og Vormaraþonunum og ástæðu þess að nú eru erlendir hlauparar farnir að koma til Íslands á vorin og haustin til að taka þátt í þessum hlaupum. Einnig sagði hann okkur frá sérstökum samningi við veðurguðina.
Monique og Henri frá Hollandi komu til Íslands og sameinuðu frí og hlaup.
Anna Strzelczyk frá Noregi var ein af útlendingunum sem kom í helgarferð til Íslands bæði til að hlaupa og skemmta sér.