Það urðu margir fyrir miklum vonbrigðum þegar Reykjavíkurmaraþonið var fellt niður annað árið í röð. HHHC hlaupahópurinn lét það ekki slá sig út af laginu og efndi til maraþons og hálf maraþons hlaups á RM hlaupaleiðinni. Þeir endurtóku þar með viðburð sem haldinn var af sama tilefni og í fyrra. Ef þú ert að velta fyrir þér fyrir hvað HHHC stendur, hlustaðu þá á viðtalið við Pétur Ívarsson hér fyrir neðan :-)
Hlaupið var skipulagt eins og um venjulegt keppnishlaup væri að ræða, allir merktir með rásnúmerum og með flögur fyrir flögutímatöku. Hlaupin var RM leiðin eins og hún var 2019, en í stað þess að byrja í Lækjargötu, þá var byrjað í Hljómskálagarðinum á slaginu 7:00 um morguninn. Aðstæður til hlaups á laugardagsmorguninn voru góðar og mikil gleði og ánægja í hópnum að ná að klára að hlaupa þessar vegalengdir eftir undirbúning um sumarið, sem annars hefði farið í súginn.
Hlaup.is mætti á staðinn og tók forsprakka HHHC Pétur Ívarsson tali sem ætlaði að hlaupa maraþon og einnig Friðleif Friðleifsson sem ætlaði að hlaupa að minnsta kosti hálf maraþon. Einnig létum við myndavélina ganga þegar HHHC hlauparar voru að hlaupa á brautinni eftir 5-6 km.
Við náðum einnig myndum af hlaupurunum eftir 5-6 km og myndirnar er hægt að skoða hér á hlaup.is og úrslitin eru neðst í þessari grein.
Úrslit í maraþoni
Röð | Tími | Nafn |
1 | 2:52:23 | Pétur Ívarsson |
2 | 2:58:36 | Vilhjálmur Þór |
3 | 3:11:29 | Arnar |
4 | 3:11:30 | Margeir |
5 | 3:11:40 | Sölvi |
6 | 3:16:20 | Almar Guðmundsson |
Úrslit í hálfu maraþoni
Röð | Tími | Nafn |
1 | 1:25:16 | Freyr |
2 | 1:25:34 | Bjarni Atlason |
3 | 1:26:49 | Arni |
4 | 1:26:59 | Ingvi |
5 | 1:27:02 | Joe W |
6 | 1:27:07 | Brynjúlfur |
7 | 1:29:11 | Brynjar |
8 | 1:30:11 | Helen Ólafsdóttir |
9 | 1:34:01 | Þór Þór |
10 | 1:35:35 | JC |
11 | 1:38:01 | Björgvin |
12 | 1:38:05 | Óskar |
13 | 1:38:08 | Halldór |
14 | 1:38:53 | Hrafnhildur Georgsd. |
15 | 1:42:54 | Gunnar Ármannsson |
16 | 1:45:38 | Magnús |
17 | 2:03:13 | Elín |