Að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir hlaup ársins og langhlaupara ársins sem fram fór í lok janúar, ræddi hlaup.is við sigurvegarana í kjöri um langhlaupara ársins og fulltrúa hlaupanna sem kosin voru bestu hlaup ársins.
Elísabet Margeirsdóttir var kosinn langhlaupari ársins 2014 í kvennaflokki. Hún sagði okkur frá æfingunum og hvað hún hyggst gera á þessu ári.
Kári Steinn Karlsson var kosinn langhlaupari ársins 2014 í karlaflokki. Í viðtalinu segir hann frá því að hann stefnir Íslandsmeti á þessu ári.
Vestmannaeyjahlaupið var kosið götuhlaup ársins 2014. Magnús Bragason og Adda J. Sigurðardóttir leiða okkur í sannleika um hlaupið og tilurð þess.
Fjögurra skóga hlaupið var kosið utanvegahlaup ársins 2014. Fulltrúi Fjögurra skóga hlaupsins gat ekki komið og tekið við verðlaununum þannig að við spurðum Þorberg Inga út í hlaupið, en hann hefur hlaupið það margoft og þekkir vel til þess.
Við stóðumst ekki mátið og spurðum Þorberg Inga nokkurra spurninga um hans áform á þessu ári. Þorbergur lenti í 2. sæti um Langhlaupara ársins 2014 og er einn af okkar fremstu hlaupurum.