Viðtöl við sigurvegara í Hvítasunnuhlaupi Hauka 2021, startið og hlauparar eftir 5 km

uppfært 24. maí 2021

Hvítasunnuhlaup Hauka fór að venju fram á annan í Hvítasunnu sem að þessu sinni var þann 24. maí. Hlaupið er frá Haukahúsinu og inn á skemmtilegar utanvegaleiðir við Ástjörn, Hvaleyrarvatn og Stórhöfða sem allar eru við bæjardyrnar í Hafnarfirði.

Í upphafi hlaups var nokkur vindur og byrjaði að örlítið að rigna, en um leið og komið var inn á utanvegaslóðana duttu hlauparar inn á skjólbetra svæði og ekkert varð síðan úr rigningunni, þannig að aðstæður voru ágætar.

Boðið er upp á þrjár hlaupaleiðir 14 km, 17,5 km og 22 km. Í 14 km sigraði Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki. Í 17,5 km sigraði Sigurjón Ernir Sturluson og í kvennaflokki sigraði Anna  Berglind Pálmadóttir. Í 22 km sigraði Maxime Sauvageon og í kvennaflokki sigraði Rannveig Oddsdóttir.

Við tókum viðtöl við alla sigurvegarana og heyrðum hvað þau höfðu að segja um hlaupið og það sem er framundan hjá þeim. Því miður náðist ekki viðtal við Önnu Berglindi að þessu sinni, en stefnum að viðtali við hana við fyrst tækifæri. Einnig er hægt að sjá startið hjá fyrstu fjórum ráshópunum og fyrstu hlauparana eftir 5 km.

Við erum líka komin með myndir úr hlaupinu hér á hlaup.is. Þú getur keypt mynd af þér í hlaupinu og fengið hana afhenta strax á Mínum síðum hlaup.is með rafrænu niðurhali. Kaup á mynd styrkja líka hlaup.is :-)