Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks fór fram í dag mánudaginn 29. maí við ágætar aðstæður, en nokkurn vind. Um 500 hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem er 14 km, 17,5 km og 22 km langt. Hlaup.is var á staðnum og tók bæði vídeó í brautinni og myndir.
Einnig tókum við viðtöl við sigurvegarana í 22 km hlaupinu þau Snorra Björnsson og Guðfinnu Kristínu Björnsdóttir. Snorri sagði okkur m.a. frá undirbúningi fyrir 85 km hlaup á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer í Austurríki þann 9. júní næstkomandi. Guðfinna sagði okkur m.a. frá sínum knattspyrnubakgrunni og hvernig það er að æfa fjallahlaup í Danmörku.