Hlaup.is ræddi við verkefnastjóra Jökulsárhlaupsins og nokkra hlaupara sem tóku þátt í hlaupinu 2014.
Magnea Dröfn Hlynsdóttur verkefnastjóri Jökulsárhlaupsins 2014 sagði okkur frá undirbúningnum, þátttökunni í ár og fleira.
Hlaup.is tók viðtal við Katrínu Eydísi Hjörleifsdóttur og Sigurð Benediktsson fyrir hlaupið. Þau hlupu í Jökulsárhlaupinu í fyrsta skipti í ár og fóru bæði 32,7 km.
Við ræddum við Arnar Karlsson fyrir hlaupið en hann er í Hlaupahóp FH. Hann hljóp í Jökulsárhlaupinu í fyrsta skipti í ár og fór 22 km. Hann segir, að eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið upp á er að vera í svona stórum skokkhóp eins og Hlaupahóp FH.
Við ræddum við Ebbu Særúnu Brynjarsdóttur, sigurvegara kvenna í 32,7 km hlaupinu. Hún tók þátt í Jökulsárhlaupinu í fyrsta skipti í ár. Hún æfir með Hlaupahóp FH og 3SH. Henni finnst þríþrautin skila henni mikilu en í þar æfir hún hlaup, hjól og sund.
Við ræddum við Daníel Jakobsson, sigurvegara karla í 32,7 km hlaupinu. Hann skíðar mikið á veturna en það hjálpar honum mikið í hlaupunum. Að hans mati er Jökulsárhlaupið eitt af þeim hlaupum sem stendur upp úr á Íslandi.