Utanvegahlaupið Eldslóðin var hlaupin í fyrsta sinn sunnudaginn 27. september, en það voru 272 keppendur skráðir til leiks í 10 km og 28 km hlaup í Heiðmörkinni frá Vífilsstaðavatni. Það rigndi hressilega í logni og ágætum hita þannig að aðstæður voru fyrst og fremst blautar og brautin nokkuð hál á einstaka stað. Það voru þau Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Bjarni Ármann Atlason sem komu fyrst í mark í 28 kílómetra hlaupinu. Í 10 km brautinni voru það hinsvegar Linda Björk Thorberg Þórðardóttir og Reimar Pétursson sem fóru hraðast yfir.
Hlaupið var frá Vífilstöðum meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28 km utanvegahlaup og þá er einnig 10 km braut í boði. Keppnisbrautin er aðgengileg bæði fyrir nýliða og fyrir lengra komna, hún er bæði falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum.
Úrslitin úr hlaupinu á hlaup.is
Myndasafn frá hlaupinu á hlaup.is
Bjarni Ármann Atlason sigraði í 28 km Eldslóðarhlaupinu og við heyrðum hvað hann hafði að segja um hlaupið.
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir sigraði í kvennaflokki í 28 km Eldslóðarhlaupinu. Við ræddum við hana rétt eftir að hún kom í mark.
Reimar Pétursson sigraði 10 km Eldslóðarhlaupið. Hann hefur verið framarlega í hlaupum í sumar og við heyrðum hans upplifun af þessu hlaupi.
Hér fyrir neðan má sjá 28 km hlauparana leggja af stað.
Hér fyrir neðan má sjá 28 km hlauparana eftir 4 km í brautinni
Hér fyrir neðan sjáum við 10 km hlauparar leggja af stað
Hér fyrir neðan sjáum við 10 km hlauparar eftir 5 km
Hér fyrir neðan má sjá sigurvegarana í öllum vegalengdum