Rannveig Oddsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2020 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í tólfta skiptið laugardaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir. Í þriðja sæti lentu Hlynur Guðmundsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir. Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:
Karlaflokkur
| Röð | Nafn |
| 1 | Hlynur Andrésson |
| 2 | Arnar Pétursson |
| 3 | Hlynur Guðmundsson |
| 4 | Maxime Sauvageon |
| 5 | Stefán Guðmundsson |
Kvennaflokkur
| Röð | Nafn |
| 1 | Rannveig Oddsdóttir |
| 2 | Andrea Kolbeinsdóttir |
| 3 | Guðlaug Edda Hannesdóttir |
| 4 | Anna Berglind Pálmadóttir |
| 5 | Elín Edda Sigurðardóttir |
Hlaup.is tók viðtöl við nokkra af þeim hlaupurum sem voru tilnefndir.
Rannveig Oddsdóttir Langhlaupari ársins 2020 í kvennaflokki
Hlynur Andrésson Langhlaupari ársins 2020 í karlaflokki, við tókum viðtal við Hlyn yfir Zoom, en hann býr í Hollandi.
Andrea Kolbeinsdóttir 2. sæti Langhlaupari ársins 2020 í kvennaflokki
Arnar Pétursson 2. sæti Langhlaupari ársins 2020 í karlaflokki
Hlynur Guðmundsson 3. sæti Langhlaupari ársins 2020 í karlaflokki
Maxime Sauvageon 4. sæti Langhlaupari ársins í karlaflokki
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka og Sportís.
