Áheitahlaup Laugalækjarskóla verður haldið þann 1. júní 2025.
Þátttakendur safna áheitum til styrktar Gleym mér ei og hlaupa eins marga hringi og þeir geta. Pylsur og kaldir drykkir til sölu á staðnum.
Gleym mér ei styrktarfélag er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að styrkja málefni tengt missi barna svo að lítil ljós fái að lifa áfram í minningunni.
Hlaupaleið
Hringurinn ber um 1 km langur og byrjar og endar við hliðina á aðalinngangi Húsdýragarðsins í Laugardal (rétt við bílastæði Skautahallarinnar).
Skráning
Ekkert kostar að skrá sig í hlaupið, en hlauphaldarar óska eftir því að allir sem ætla að mæta skrái sig hér á hlaup.is til að geta metið umfang og fjölda í hlaupinu.