Þátttökugjald

  • 10 km7.000 kr
  • 20 km9.500 kr
  • 27 km10.500 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, 20 km, 27 km
  • Dagsetning18. maí 2024
Sjá úrslit

Akrafjall Ultra er nýtt hlaup sem haldið verður í fyrsta sinn laugardaginn 18. maí 2024. Hlaupið er utanvegahlaup, en haldið á Akranesi og er því aðgengilegt fyrir flesta sem vilja prófa utanvegahlaup nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Allar vegalengdir gefa ITRA stig og eru er því viðurkennd sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið sem dæmi.

Vegalengdir

Athugið að tímamörk eru í öllum vegalengdum, sjá lista hér fyrir neðan.

  • 10 km og ca. 50-100m hækkun. Tímamörk í 10 km eru 3 klst.
  • 20 km og ca. 650-750m hækkun. Tímamörk í 20 km eru 4 klst.
  • 27 km og ca.1300-1400m hækkun. Tímamörk í 27 km eru 5 klst.

Skráning og gagnaafhending

Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Fyrst um sinn verður lagt upp með 300 skráningar í hlaupið. Skráningargjöld eru eftirfarandi:

  • 5.990 kr í 10 km (hækkar í 7.000 kr 1. maí)
  • 7.990 kr í 20 km (hækkar í 9.500 kr 1. maí)
  • 8.990 kr í 27 km (hækkar í 10.500 kr 1. maí)

Skráning er opin til miðnættis miðvikudaginn 15. maí.

Nafnabreytingar og endurgreiðsla

Endurgreiðsla og nafnabreyting er í boði til 10. maí - senda póst á torfi@hlaup.is. Eftir það, þann 11.-16. maí er hægt að nafnabreyta með því að senda allar upplýsingar kaupenda og seljanda á ultraform@ultraform.is (nöfn, kennitölur, töluvupósta og símanúmer).

Ekki hægt að nafnabreyta frá og með 17. maí.

Hlaupanúmerin verða afhent fimmtudaginn 16. maí í Sportvörum frá 12-18 og í Ultraform Akranes Ægisbraut 29 frá 8:30 á hlaupdag.

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá UltraForm Akranesi að Ægisbraut 29 en endar á Akranesvelli.

Rástímar verða sennilega (ekki kominn endanlegur tími), en nákvæmari tímasetningar verða tilkynntar síðar:

  • 27 km - Ræsing kl. 09:00
  • 20 km - Ræsing kl. 10:00
  • 10 km - Ræsing kl. 11:00

Drykkjarstöðvar

Ein drykkjarstöð verður á bílaplaninu við Akrafjall sem er aðeins aðgengileg fyrir einstaklinga í 20 km og 27 km hlaupunum. Hlauparar í 20 km hlaupinu fara tvisvar í  gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km og aftur eftir ca. 13,2 km. Hlauparar í 27 km hlaupinu fara þrisvar í gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km, eftir 16,4 km og loks eftir 21 km. Engin drykkjarstöð verður í brautinni fyrir 10 km.

Leiðarlýsing

Kort af hlaupaleiðunum eru neðst á þessari síðu. Athugið að 10 km, 20 km og 27 km eru í sitthvoru laginu (layer) og því þarf að velja hvaða kort er verið að skoða.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað. Nánari leiðarlýsing kemur síðar