Bakgarður 101 (Iceland Backyard Ultra) verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 10. maí 2025 og er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert.
Staðsetning og tímasetning
Mjölnisheimilið, Öskjuhlíð (Flugvallarvegur 3-3a). Keppnin hefst kl. 9:00, laugardaginn 10. maí.
Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.
Vegalengd og tímamörk
Hlaupnir eru eins margir 6,7 km hringir eins og hver vill. Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7 km hring innan klukkutíma.
Skráning
Skráning á netskraning.is
Reglur
- Aldurstakmark í hlaupið er 18 ára.
- Sjá nánar almennar reglur í bakgarðshlaupum: https://backyardultra.com/rules/.
- Þátttakendur fá ítarlegar upplýsingar um keppnina og reglur þegar tvær viku eru í keppni. .
Hvernig virkar Bakgarður?
Keppnin verður með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (https://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn er rúmlega 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og er mikilvægt að keppendur séu komnir í ráshólfið og hlaupi af stað þegar bjallan hringir á heila tímanum. Hlauparar sem eru ekki komnir í ráshólfið á heila tímanum þegar hringur er ræstur eru dæmdir úr keppni.
Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km).