Bjórhlaupið Reykjavík Brewing CO. sem átti að fara fram þann 12. september er aflýst.
Fyrirkomulag
Hlaupin verður bjórmíla, sem er nálægt 1,6 kílómetrum. Þrjár drykkjarstöðvar eru í hlaupinu og verða keppendur að ljúka einum bjór á hverri stöð. Keppnisbjórinn er léttur og ferskur og bruggaður sérstaklega fyrir hlaupið.
Þátttökuskilyrði
Þau sem náð hafa 20 ára aldri og eru ekki á bíl geta tekið þátt í bjórhlaupinu. Þátttakan er allt sem skiptir máli, og að hafa gaman. En til að hlaupa til sigurs þarf að finna hið fullkomna jafnvægi milli hlaupaforms og hæfileikans til að innbyrða vökva á stuttum tíma.
Hlaupagögn og skráning
Skráning fer fram á netskráning.is. Hlaupagögn má sækja í Bruggstofu RVK í Skipholti 31. milli 17 og 22 dagana 9 til 11 September. Enginn fær bjór á drykkjarstöðvum nema að hafa númer.
Annað
Við mælum auðvitað með því að allir taki strætó. Bílastæði fyrir vini og áhangendur eru næg í Nauthólsvík og við Háskólann í Reykjavík. Hægt verður að hvetja keppendur meðfram allri hlaupaleiðinni.
Vegna samkomubanns eru aðeins 500 miðar seldir í Bjórhlaupið að þessu sinni. Ef reglur verða rýmkaðar fyrir hlaup, áskilur bjórhlaupið sér að setja fleiri miða í sölu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar má finna á Fésbókarviðburði hlaupsins eða hjá skipuleggjanda á rvk@rvkbrewing.com.